Gullinsnið

Saturday, January 21, 2006

Ný í heiminn


Þessi litla stúlka fæddist á Landspítalanum fimmtudaginn 12. janúar klukkan 13:17. Foreldrar hennar höfðu komið í hús fjórum tímum fyrr. Fæðingin gekk ótrúlega vel og áður en varði var lítil fjölskylda orðin til. Pabbinn klippti á naflastrenginn og foreldrarnir skiptust aðeins á að halda á dóttur sinni en svo var farið með hana á vökudeildina til öryggis, þar sem þessi mynd var tekin. Fyrirsætan er um það bil tveggja tíma gömul. Eftir þriggja tíma dvöl á vökudeildinni var stúlkan vigtuð og mæld og reyndist hún 3858 grömm (fimmtán og hálf mörk) á þyngd og 50,5 sentimetrar á lengd.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home