Gullinsnið

Wednesday, May 17, 2006

Stöðugar framfarir

Svona skríður lífið áfram; börnunum vex fiskur um hrygg og þau fjarlægjast foreldra sína, sem fylgjast stoltir með.

Núna finnst Völu Birnu alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að fara í bað...

og alveg hrikalega gaman að láta þurrka sér.

Á hátíðisdögum klæða Drápuhlíðingar sig í litklæði og fylgjast með knattleikjum. Á sérstökum hátíðisdögum fagna þeir jafnvel kaleikum veglegum.

Alltaf stuð að hanga í Árbænum.

Núna er hægt að setja Völu Birnu í bílstól og hún bara horfir róleg út í loft eða leikur sér með dúkkur (sjá neðan). Þessi rauðhærða heitir Völudúkkan eftir ömmu Völu og Völu sjálfri.

Þessi mynd er söguleg fyrir þær sakir að hún er tekin á þeirri stund þegar Vala lék sér fyrst með dúkku. Það er svolítið eins og hún sé ekki alveg ánægð með að hafa verið gripin glóðvolg.

Foreldrar Völu hafa sýnt ótrúlega seiglu í að kynna gleði kaffihúsaferða fyrir henni. Hérna er hún í góðu stuði í Iðu við Lækjargötu.

En örlítið syfjuð á köflum þar sem hún fékk ekki kaffi eins og hinir.

Systa frænka kann lagið á þessu.


Þessi sposki svipur er svo algengur að það getur ekki verið nein tilviljun.

Meira að segja í svefni heldur Vala fast um þarfasta þjóninn, doppóttan gúmmíhring sem er það besta til að naga í öllum heiminum.

5 Comments:

  • At 11:13 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þvílík rúsína. Svo lítil og mikið megakrútt og með þessi stóru fallegu augu. Æðisleg myndasíða hjá ykkur.

    Sól og sumarkveðjur, Fanney

     
  • At 5:40 AM, Blogger Kristjana said…

    Hún er óhugnalega myndarleg hún frænka mín...

     
  • At 2:29 AM, Blogger Ása said…

    Halló frændi!
    Gaman að sjá hvernig henni frænku minni fer fram og verður alltaf sætari og sætari.... Foreldrarnir voru að koma frá USA og eru himinlifandi yfir Línu hans Ara. Þau Hiro koma svo í september, var að spá hvort er stemming fyrir því að hittast?

     
  • At 7:58 AM, Blogger brynjalilla said…

    Mikið var nú gaman loksins að hitta þig Valgerður Birna, vona að þú sért farin að nota ofurkonusamfelluna! Annars bið ég að heilsa mömmu þinni og pabba, við hlökkum voðalega til að hitta ykkur í ágúst!

     
  • At 7:58 AM, Blogger brynjalilla said…

    Mikið var nú gaman loksins að hitta þig Valgerður Birna, vona að þú sért farin að nota ofurkonusamfelluna! Annars bið ég að heilsa mömmu þinni og pabba, við hlökkum voðalega til að hitta ykkur í ágúst!

     

Post a Comment

<< Home