Gullinsnið

Wednesday, July 05, 2006

Allt á hvolfi

Nú er blessaður bloggerinn að stríða okkur og allt á hvolfi. Nokkrar myndir, gjörið þið svo vel.

Þegar stælgæjar á borð við Arnar Má mæta á svæðið, svartir af sól og köttaðir, er ekki annað hægt en að vera í stuði.

Nýjasta sportið er að slafra í sig vatn. Stútkannan hefur rokið upp vinsældalistann en í dagsins önn er oft gripið í næsta glas og tekinn góður slurkur.

Nýverið gerði fjölskyldan góða ferð niður með Miklubraut/Hringbraut og á Þjóðminjasafnið. Þar er ljómandi fín kaffistofa þar sem Vala var skorðuð í stól og fékk síðan að bjástra við borðið. Hún var í sposkara lagi með kaffinu.

Að kaffidrykkjunni lokinni var tími til kominn að skoða sjálft safnið, sem olli ekki vonbrigðum. Vala Birna prófaði að sitja í regnhlífarkerru í fyrsta sinn og var mjög sátt.

Á leiðinni heim að norðan var stoppað í smá stund í Galtanesi, þar sem Andri frændi geymir töluverðan frændgarð.

Óðinn (3 ára) sýndi þar hvaða mann hann hefur að geyma og lánaði Völu dýrmætasta hlut sem hann á, þennan græna traktor. Því var tekið fagnandi.

Vala Birna hitti Ásu frænku sína eina kvöldstund fyrir norðan og var fögnuðurinn svakalegur.

Hérna eru feðginin að gera sig klár fyrir reglubundna ferð á Bláu könnuna (Le pichet bleu) á Akureyri. Álfabúningurinn hefur þjónað vel en fer að verða ansi lítill.

Við ljúkum þessum skammti með mynd af því augnabliki þegar Vala velti sér fyrst á magann og kom báðum höndunum fyrir sig um leið. Hún hafði ekkert fyrir því, eins og kæruleysislegur svipurinn ber með sér.

1 Comments:

  • At 2:08 PM, Anonymous Anonymous said…

    Mikið er gaman að skoða nýju myndirnar af ykkur og prinsessunni. Fer ekki á milli mála að þið eruð öll sæl, glöð og sæt, sem er frábært.

    Kær kv, Fanney

     

Post a Comment

<< Home