Gullinsnið

Wednesday, July 26, 2006

Á mánudaginn lagði Valgerður Birna land undir fót ásamt foreldrum sínum og var kúrsinn tekinn á Snæfellsnes. Eftir góðan bíltúr var staðar numið í Stykkishólmi og sest við borð á sólpalli veitingastaðarins Fimm fiska. Og allir voru þá í rosa stuði.


Enda gaman á Stykkishólmi í blíðskaparveðri.

Fjölskyldan keyrði síðan að Helgafelli og gekk upp á fjallið. Sá sem gerir það í fyrsta sinn fær ósk uppfyllta ef hann/hún segir ekki orð og lítur ekki um öxl fyrr en toppnum er náð. Þrjár óskir fengust, þar sem Vala kann ekki alveg að segja orð ennþá. Hún þagði nú samt ekki alveg meðan hún fiktaði í lubbanum á pabba sínum.

Frá Stykkishólmi var keyrt vestur í Grundarfjörð og yfir Fróðárheiði, þannig að komið var niður á sunnanvert Snæfellsnesið. Gististaðurinn var Hótel Hellnar, sem fær bestu meðmæli fyrir þægilegt umhverfi og góða þjónustu. Þar borðaði fjölskyldan kvöldmat og Vala Birna heillaði alla nærstadda upp úr skónum.

Gíraffinn fékk að vera með við kvöldverðarborðið, enda þarf fólk undir eins árs aldri svolitla afþreyingu í bland við matinn. Kannski gíraffasteik myndi sinna báðum þessum þörfum?


Það er nokkuð ljóst að Vala kann vel við sig á hótelum. Hér er hún inni á herbergi.
Næsta dag gekk fjölskyldan tveggja og hálfs kílómetra vegalengd yfir Hellnahraun að Arnarstapa, þar sem þessi myndarlegi gatklettur fékk að vera með á mynd. Vala var þá nývöknuð eftir góðan lúr á göngunni.

Þegar komið var í Arnarstapa var sest að snæðingi og þar tók Vala Birna sína fyrstu mynd. Svona lítur heimurinn út frá hennar sjónarhorni.

2 Comments:

  • At 6:04 PM, Blogger Kristjana said…

    Hún Vala Birna fríkkar með hverri færslunni... og á síðustu myndinni sést glögglega að hún hefur ekki síður hæfileika sem ljósmyndari en fyrirsæta.

     
  • At 6:06 PM, Blogger Kristjana said…

    Hún Vala Birna fríkkar með hverri færslunni... og á síðustu myndinni sést glögglega að hún er ekki minna talent sem ljósmyndari en fyrirsæta.

     

Post a Comment

<< Home