
Þessi mesta ferðahelgi ársins fer af stað með látum. Klukkan tíu mínútur fyrir ellefu ákvað Valgerður Birna að leggja land undir kvið og skreið fjögur skref til að komast í Lego-kubba sem höfðu vakið athygli hennar. Pabbi Völu var einn til vitnis að atvikinu þar sem mamma hennar hafði fengið að sofa út, en hún var vakin í snarheitum og síðan var smellt af þessari mynd.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home