Gullinsnið

Friday, August 31, 2007

Lífið er róló

Myndirnar halda áfram að hrúgast inn. Hér er Valgerður Birna í hlutverki gestafyrirlesara á leikskólanum Drafnarborg í Vesturbænum...

...með Gyðu vinkonu sinni sem býr í næsta nágrenni.

Rólutæknin hefur verið fínslípuð í sumar og nú er hægt að gefa vel í án jafnvægisaðstoðar.

Reyniberin í garðinum eru fögur á að líta en Vala Birna veit sem er að það er miklu betra að hafa bara kex með í nesti þegar hún fer út í fótbolta.

Svo hringir hún gjarnan í ömmu eða afa úr bílasímanum sínum til að segja frá afrekum dagsins.

4 Comments:

  • At 3:32 PM, Anonymous Anonymous said…

    jæja nú kvitta ég....
    Kvitt kvitt !

    Þú ert flott og pattaraleg stelpa Vala Birna, það var gaman að sjá þig "live" í sumar þó svo að það hafi bara verið í mýflugumynd :)

    Kveðja
    Edda og Kolfinna
    http://barnaland.is/barn/50677/

     
  • At 9:31 PM, Blogger Kristjana said…

    Vala Birna má gjarnan hringja í mig úr bílasímanum við tækifæri.

     
  • At 11:15 PM, Blogger brynjalilla said…

    þú ert yndislegt skott, finnst þú taka þig vel út með boltann!

     
  • At 12:21 PM, Blogger Fnatur said…

    Þvílík fegurðardís. Yndislegar myndir:)

    Kær kveðja, Fanney

     

Post a Comment

<< Home