
Valgerður Birna gerir víðreist innanlands þessa dagana. Á fimmtudag fór hún með foreldrum sínum og afa Birni austur fyrir fjall og var fjaran í Vík í Mýrdal skoðuð eftir góða hressingu hjá Bryde.

Vala ber gælunafn með rentu og má hvergi sjá urð og grjót án þess að skoða gaumgæfilega. Hún sýndi afar efnilega jarðfræðitakta í súldinni uppi á heiðum í Skaftártungu.

Hér er Vala Birna svo með Sunnu vinkonu sinni á palli sumarbústaðar Sigrúnar ömmu sinnar, þar sem þær brölluðu margt í þessari stuttu ferð.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home