Gullinsnið

Saturday, May 26, 2007

Það er komið sumar!

Og allir eru í rosa stuði! Valgerður Birna hefur stækkað mikið á langveginn síðustu vikur og skiptir stöðugt um fataham.

Um daginn voru þær mæðgur að bauka úti á svölum og Vala Birna sýndi allnokkur tilþrif sem náttúrufræðingur.

Það er nú ekki annað hægt en að vera sposk á svipinn útötuð bæði í skyri og drullu í sólskininu.

Knatttæknin er til fyrirmyndar og einbeitingin er fáheyrð. Daníel komst ekki almennilega í myndina og Adam bróðir hans bara alls ekki neitt. Það á nú eftir að breytast.

Þegar Vala er í fótbolta með pabba sínum skalla þau stundum á milli. Þá er rétt að setja sig í stellingar, eins og hér uppi í Árbæ hjá afa og ömmu.

Hérna náðist augnablikið þegar Vala Birna setti fyrst stól upp að borði til að klifra upp á það.

Það var nú ekki leiðinlegt.

Svo er aldrei verra að slæpast á dýnunni með kisupúðanum, hamborgaranum og fleiri dyggum húsgögnum.

1 Comments:

  • At 8:31 AM, Anonymous Anonymous said…

    Æ hún verður bara myndarlegri og myndarlegri þessi stelpa:) Mig dauðlangar að kynnast henni meira, ef þið komið norður megið þið endilega hafa samband. Svo kannski reyni ég að kíkja á ykkur þegar ég kem suður...

     

Post a Comment

<< Home