Gullinsnið

Monday, August 21, 2006

Fífóarferð

Á fyrsta degi Svíþjóðarferðar Valgerðar Birnu fór hún um stræti miðborgar Stokkhólms með foreldrum sínum og líkaði afar vel.


"Garçon! Eina stútkönnu í hvelli!" Enn bættist á kaffihúsalistann.

Frá Stokkhólmi var haldið til Örebro, þar sem Dagrún Kristín og Valgerður Birna kynntust og urðu bestu vinkonur. Dagrún var meira að segja svo væn að lána Völu og foreldrum herbergið sitt.
Meðal annars fór Vala Birna með fríðu föruneyti í sína fyrstu lautarferð.

Og sat fyrir með mömmu sinni fyrir framan buslulaug fyrir aðeins stærri krakka.

Valur kenndi Völu lagið Smells Like Teen Spirit með Nirvana. Það var fallega gert.

Svo fór fjölskyldan niður á Skán, í bæ sem nefnist Kristianstad. Þar búa Hjörtur frændi, Ingibjörg og Svenni frændi. Kannski birtast fljótlega myndir af þeim en þessi er af Völu að leika sér með bolta í fyrsta sinn.
Svo fór hún í bað. Takið eftir þessum glæsilegu slöngulokkum.



Í Stjánastað er Vala Birna byrjuð að læra á píanó. Það er reyndar bara áhugamál ennþá.

2 Comments:

  • At 12:39 AM, Blogger Kristjana said…

    Úff, ég veit ég er sú eina sem skilur eftir athugasemdir á þessari síðu en ég get ekki á mér setið. Mikið svakalega er Vala Birna brosmilt og bjútíful barn. Svo erum við orðnar nágrannar, ég var að flytja í Drápuhlíðina, svo það er aldrei að vita nema það verði til þess að ég skili mér í heimsókn og geti dáðst að henni í eigin persónu...

     
  • At 5:34 AM, Blogger Fnatur said…

    Þvílík músína rúsína. Hún er yndisleg dóttir ykkar, já og þið bara líka.

    Kær kv, Fanney

     

Post a Comment

<< Home