Stuttmyndaleikkona

Í Kastljósinu í kvöld var sýnd stuttmynd þar sem Valgerður Birna var í aðalhlutverki. Hérna er hægt að sjá frumraunina. Svo verða fleiri myndir settar inn fljótlega. Á myndinni að ofan er hún hins vegar í pappakassaleik hjá afa Birni í Suðurmýri.
5 Comments:
At 3:14 PM,
Anonymous said…
Valgerður Birna stóð sig eins og hetja og sýndi ótrúlega listræna- og leiklistarhæfileika!! Við gefum henni sjö stjörnur af fimm mögulegum og búumst við að sjá hana á rauða dreglinum með Eddu í hendi næst þegar hún verður afhent!
Hinsvegar verðum við að viðurkenna að fáfræði okkar er slík að við náðum ekki hinum djúpa söguþræði sem þarna var á bakvið. ....þá einkum tengslanna milli þriðja blikks í augum konunar og þess þegar karakterinn sem Valgerður leikur, af alkunnri snilld, leit til vinstri í annað sinn. ;)
At 9:29 AM,
Fnatur said…
Bara búin að koma fram í sjónvarpinu. Mikið var hún róleg og sæt. Gaman að sjá þetta.
Kær kveðja, Fanney
At 11:18 AM,
Hjörtur said…
Flottir taktar hjá hnátunni, mér fannst reyndar meðleikkona hennar ofleika á köflum sem fór svolítið með söguþráðinn.
At 2:55 PM,
Kristjana said…
Aaaaa, gullfrænka. Þú ert talent, eins og sagt er í bransanum. Á ég að skilja þetta sem svo að þú ætlir að færa þig úr fyrirsætustörfunum í actress/model geirann? Hlakka til að fylgjast með ferli þínum þróast.
At 10:08 AM,
Anonymous said…
.....og hvenær koma svo jólamyndir af þessari fallegu stelpu?
Tölvuknús, Þórdís og Davíð
Post a Comment
<< Home