Gullinsnið

Tuesday, January 06, 2009

Gleðilegt ár!

Komið sælir, lesendur góðir, og gleðilegt ár. Vegna fjölda áskorana hafa umsjónarmenn síðunnar heitið sjálfum sér því að fjölga færslum, þótt myndirnar verði ef til vill færri í hvert sinn. Að þessu sinni birtist örskammtur af Sigrúnu Ástu, sem gegnir nafninu "litla systir" æ sjaldnar. Hér er hún í fangi móður sinnar í jóladagsboði hjá afa og ömmu í Árbænum. Steingerður frænka hennar, sem átti stjörnuleik þetta kvöld í elju sinni við að leika við Valgerði Birnu stóru systur, er til vinstri.

Hér fær kollurinn á afa Teiti að fljóta með, þar sem hann spjallar við Ástu í stiganum sama kvöld. Þau voru ekki sérstaklega fýluleg frekar en venjulega.

Löngu er kominn tími til að skrásetja þetta bros sem Sigrún Ásta skartar oftast nær. Faðir hennar þvælist fyrir, rúinn um haus en órakaður í framan.

Og ein fislétt svefnmynd í lokin. Við minnum aftur á póstlistann ef fólk vill fá tilkynningar um færslur hér á síðunni, en netfangið er gullinsnid@gmail.com. Lifið heil á nýju ári!

1 Comments:

  • At 9:13 AM, Blogger Kristjana said…

    Þið eruð myndarfjölskylda. Að ég skyldi ekki asnast í heimsókn á þessum 60 tímum sem ég stoppaði í borginni í desember.

     

Post a Comment

<< Home