Tuesday, March 31, 2009
Tuesday, February 24, 2009
Systrabragur
Tuesday, January 06, 2009
Gleðilegt ár!
Monday, December 15, 2008
Aðventan
Komið sælir, lesendur góðir og velunnarar. Sigrún Ásta og Valgerður Birna bjóða ykkur stærsta skammtinn til þessa af myndum af sér og vona að þið fyrirgefið misjöfn myndgæði, sem skrifast alfarið á takmarkaða færni föður þeirra. Við hefjum yfirferðina á Ástu á púðanum sem hún hefur verið í snertingu við margar klukkustundir á dag í þá rétt tæpu tvo mánuði sem liðnir eru síðan hún fæddist.
Síðustu vikurnar hefur hún lengst og þyngst, en ekki síst hefur hún mannast ótrúlega og tekið á sig mikinn karakter. Hún er með eindæmum mannblendin og félagslynd og alltaf er stutt í brosið, nema helst þegar flassljós myndavélanna dynja á henni. Hér hefur þó tekist að festa gleðina á filmu (eða harðan disk).P.S. Þeir sem vilja fá tilkynningu í tölvupósti þegar nýjar myndir eru settar inn á þessa síðu geta sent póst á gullinsnid@gmail.com og verður þeim þá bætt á sérstakan póstlista.
Thursday, November 20, 2008
Nú er hún Sigrún Ásta nefnd og komin á ról
Nafnið var tilkynnt í fámennu en góðmennu kaffiboði í byrjun mánaðar og svo fékk fjölskyldan að sitja aðeins fyrir.