Gullinsnið

Monday, August 21, 2006

Fífóarferð

Á fyrsta degi Svíþjóðarferðar Valgerðar Birnu fór hún um stræti miðborgar Stokkhólms með foreldrum sínum og líkaði afar vel.


"Garçon! Eina stútkönnu í hvelli!" Enn bættist á kaffihúsalistann.

Frá Stokkhólmi var haldið til Örebro, þar sem Dagrún Kristín og Valgerður Birna kynntust og urðu bestu vinkonur. Dagrún var meira að segja svo væn að lána Völu og foreldrum herbergið sitt.
Meðal annars fór Vala Birna með fríðu föruneyti í sína fyrstu lautarferð.

Og sat fyrir með mömmu sinni fyrir framan buslulaug fyrir aðeins stærri krakka.

Valur kenndi Völu lagið Smells Like Teen Spirit með Nirvana. Það var fallega gert.

Svo fór fjölskyldan niður á Skán, í bæ sem nefnist Kristianstad. Þar búa Hjörtur frændi, Ingibjörg og Svenni frændi. Kannski birtast fljótlega myndir af þeim en þessi er af Völu að leika sér með bolta í fyrsta sinn.
Svo fór hún í bað. Takið eftir þessum glæsilegu slöngulokkum.



Í Stjánastað er Vala Birna byrjuð að læra á píanó. Það er reyndar bara áhugamál ennþá.

Monday, August 14, 2006

Stútkanna

Töluvert langt er um liðið síðan myndasería birtist síðast á þessari síðu. Til að bæta úr því er hér sitjandi stútkönnudansinn, gjörið þið svo vel. Að sjálfsögðu byrjar serían neðst og endar efst.







Saturday, August 05, 2006

Stórátak í ferlimálum ungbarna

Þessi mesta ferðahelgi ársins fer af stað með látum. Klukkan tíu mínútur fyrir ellefu ákvað Valgerður Birna að leggja land undir kvið og skreið fjögur skref til að komast í Lego-kubba sem höfðu vakið athygli hennar. Pabbi Völu var einn til vitnis að atvikinu þar sem mamma hennar hafði fengið að sofa út, en hún var vakin í snarheitum og síðan var smellt af þessari mynd.