Gullinsnið

Tuesday, February 24, 2009

Systrabragur

Jæja, þá er komin fjögurra mánaða reynsla á Sigrúnu Ástu og ekki annað hægt að segja en að allir séu ljómandi af gleði. Við hefjum þennan myndapakka á örskoti af snótinni ungu með ömmu Völu, sem á einmitt afmæli í dag. Til hamingju með það!

Hér eru svo systurnar báðar alsælar í fangi afa Björns.

Valgerður Birna hefur sinnt stórusysturhlutverkinu framar björtustu vonum. Hér er hún að lesa fyrir systur sína þar sem hún liggur á leikteppinu.

Töluverður svipur er kominn á Ástu og þykir hún ekki allsendis ólík móður sinni. Því fagni allir góðir menn. Hér eru mæðgurnar afslappaðar í eins árs afmæli Heiðu Máneyjar um helgina.

Þar var Vala Birna fjallhress og birtum við eina af fáum óhreyfðum myndum sem náðust af henni við það tækifæri.

Sama dag leit fjölskyldan við í Brekkutúni og fékk þá stóri Svenni upplagt tækifæri til að sýna einstakt lag sitt á brosandi börnum.

Að síðustu er ein rólegheitamynd úr stofunni heima; pabbi glápir á sjónvarpið en Sigrún Ásta heldur augunum á myndavélinni. Góðar stundir!