Gullinsnið

Sunday, December 30, 2007

Lífið er jóló

Hér er Valgerður Birna í megastuði á jólaballi.

Stofusófinn heima er gleðistaður, ekki síst ef besta ömmuteppið er nálægt.
Hér sinnir Vala Birna garðyrkjustörfum innanhúss hjá afa Birni íklædd afrískum kjól og grænlenskum loðstígvélum sem sjást því miður ekki á myndinni. Kýrin lágvaxna í bakgrunninum er tíkin Sunna.

Nú er Vala búin að vera á leikskóla í meira en tvo mánuði og líkar vel. Þessi mynd var tekin þegar hún var búin að vera þar í um það bil mínútu. Strax komin í púslið.

Valgerði Birnu og Jóhannesi Erni frænda hennar hefur alltaf komið vel saman. Hér leggja þau á ráðin í Kristianstad í opinberri heimsókn hinnar fyrrnefndu þangað í október.

Þessar skánsku endur áttu nú skilið að Vala tjúttaði aðeins fyrir þær.

Áfram Ísland!

Valgerður Birna er athugull neytandi og hér lætur hún ekki glepjast. Sænskt gæðahvað?