Gullinsnið

Saturday, June 30, 2007

Grillkvöld í Árbænum

Liðið var á mjög rólegan sumardag þegar Vala Birna og foreldrar héldu til ömmu Völu og afa Teits í Árbænum í matarhugleiðingum og var tekið með grillveislu. Snótin unga setti þar á svið örleikrit með pottaleppum...

...hljóp skríkjandi um í garðinum...


...og rannsakaði steina eins og venjulega.

Friday, June 29, 2007

Á ferðum innanlands

Valgerður Birna gerir víðreist innanlands þessa dagana. Á fimmtudag fór hún með foreldrum sínum og afa Birni austur fyrir fjall og var fjaran í Vík í Mýrdal skoðuð eftir góða hressingu hjá Bryde.
Vala ber gælunafn með rentu og má hvergi sjá urð og grjót án þess að skoða gaumgæfilega. Hún sýndi afar efnilega jarðfræðitakta í súldinni uppi á heiðum í Skaftártungu.

Hér er Vala Birna svo með Sunnu vinkonu sinni á palli sumarbústaðar Sigrúnar ömmu sinnar, þar sem þær brölluðu margt í þessari stuttu ferð.