Gullinsnið

Tuesday, January 24, 2006

Frumspor

Þegar tíminn líður hægt í vöggunni er alltaf hægt að stytta sér stundir með einhverjum hætti. Ein skemmtileg leið er að æfa diskósporin, enda fátt betra veganesti út í lífið en góð tilfinning fyrir hreyfingunum.






Glimrandi fín sería, tekin stutt rútína og endað í upphafsstöðunni. Svo er bara að stækka og þá má bæta fótaburðinum við!

Sunday, January 22, 2006

Myndasería


Ekki er maður nú stór í sniðum fyrstu vikuna.



En vinsæl engu að síður, ekki síst hjá Birni afa.


Strax komin með órætt glott...


... enda lík foreldrum sínum báðum.

Saturday, January 21, 2006

Ný í heiminn


Þessi litla stúlka fæddist á Landspítalanum fimmtudaginn 12. janúar klukkan 13:17. Foreldrar hennar höfðu komið í hús fjórum tímum fyrr. Fæðingin gekk ótrúlega vel og áður en varði var lítil fjölskylda orðin til. Pabbinn klippti á naflastrenginn og foreldrarnir skiptust aðeins á að halda á dóttur sinni en svo var farið með hana á vökudeildina til öryggis, þar sem þessi mynd var tekin. Fyrirsætan er um það bil tveggja tíma gömul. Eftir þriggja tíma dvöl á vökudeildinni var stúlkan vigtuð og mæld og reyndist hún 3858 grömm (fimmtán og hálf mörk) á þyngd og 50,5 sentimetrar á lengd.