Gullinsnið

Monday, February 27, 2006

Þetta er sennilega "representífasta" myndin af Völu Birnu hingað til. Afi Teitur smellti af í afslöppun í rauða sófanum í Eyktarási.

Þessi var hins vegar tekin 28. janúar í Drápuhlíð þegar nafnið var kunngjört. Allnokkur hundruð gramma eru liðin síðan það gerðist.


Sunday, February 12, 2006

Fjölskyldualbúmið stækkar

Alltaf bætast við myndir. Að þessu sinni fá þær að mestu að tala sínu máli en vakin er athygli á því að þessa dagana er stutt í brosið.





Wednesday, February 08, 2006

Örlítil viðbót

Frá því að efni var síðast bætt við á þessa síðu hafa þau tíðindi orðið, eins og flestir vissu vonandi, að fyrirsætan unga hefur hlotið nafn. Heitir hún Valgerður Birna og eru allir hæstánægðir með þá niðurstöðu, nema þeir sem eru himinlifandi. Þetta stórvirki af hálfu foreldranna hefur hins vegar leitt til letikasts í myndatökum og hefur því verið rólegt um að litast hér á síðunni. Hérna eru því tvær myndir af baðstund hjá Völu Birnu með pabba sínum, en fleiri myndum er lofað innan skamms, enda vex snótin unga með næsta ógnvænlegum hraða þessa dagana og þörf á að fylgjast vel með.

Þessi bali endist til dæmis ekki lengi sem baðker ef fram heldur sem horfir.