Brot úr lífi heimasætu
Margt hefur drifið á daga Völu Birnu síðan hún gerði síðast skurk í netheimum. Hér eru nokkur sýnishorn frá síðasta mánuði:
Sófar eru sívinsælir, þessi er hjá Afa Birni. Æfingar í að halda haus eru að skila sér.
Það er eins gott að hefja kaffihúsauppeldið snemma. Vala mælir með Súfistanum, enda hægt að lesa tímarit með blöðunum. Eða þannig.
Skjaldbakan sem hangir í vöggunni klikkar ekki. Og þegar spiladósin er trekkt upp og Krummi svaf í klettagjá ómar um stofuna springur allt úr gleði.
Leikteppið frá Svenna frænda er komið í gagnið. 14. mars.
Palli frændi leit við 6. mars og var í rosa stuði.
5. mars var farið í kaffi til afa Björns, þar sem var fjöldi aðdáenda að vanda.






4. mars, einn heitasti staðurinn er í sófanum með mömmu í annarri og fjarstýringar í hinni, eða öfugt.
1. mars var kisupúðinn orðinn áhugaverður.
Gallinn sem einu sinni var stór var orðinn að hnébuxnasamfellu.
Þessi mynd var tekin 24. febrúar, á afmælisdegi Ömmu Völu. Glottið á sínum stað.