
Þessi litla stúlka fæddist á Landspítalanum föstudaginn 17. október klukkan 11.48. Fæðingin gekk fljótt og vel og mældist sú nýfædda fjórtán og hálf mörk og 51 sentimetri. Næsta sólarhringnum eyddi hún í Hreiðrinu ásamt himinsælum foreldrum sínum, meðan stóra systir undi sér í Árbænum hjá ömmu sinni og afa.

Daginn eftir var fjölskyldan sameinuð heima og fór strax vel á með systrunum.

Meðal útvalinna gesta þann dag var Systa frænka, sem var ágætlega sátt við þessa nýju frænku sína.

Stórar systur hafa þá skyldu að fylgjast vel með því sem þær litlu gera...

...og ef sambandið er gott bjóða þær jafnvel sína dýrmætustu gripi. Báðar biðja systurnar svo að heilsa ættingjum og öðrum velunnurum nær og fjær.